Emanuel Svedenborg
11.1.2023 | 16:31
Eftirfarandi er frásögn Emanuels Svedenborgs dulfræðings á vistaskiptum sálarinnar á því sem kallað er dauðinn og lífi sálarinnar eftir þann atburð.
Að maðurinn við brottför sína af þessum heimi taki með sér allt minni sitt hefur verið sýnt mér á margskonar máta og margir af þeim hlutum sem ég hef séð og heyrt eru þess virði að á þá sé minnst og mun ég tilfæra eitt og annað af því hér í tilhlýðilegri röð. Það voru ýmsir sem neituðu glæpum þeim og fólskuverkum er þeir höfðu drýgt í heiminum og afleiðingin varð sú til þess að þeir yrðu ekki álitnir saklausir, að allar þeirra gjörðir voru opinberaðar og teknar til skoðunar úr minni þeirra í réttri röð, allt frá hinum fyrstu til hinna síðustu ára þeirra. Þetta var aðallega hjúskaparbrot og hórdómslíf,þarna voru nokkrir sem blekkt höfðu aðra með meinlegum brögðum og framið höfðu þjófnaði. Blekkingar þeirra og stuldir voru einnig raktir í smáatriðum en margt af því hafði ekki nokkur vitað af nema þeir sjálfir.Þessa verknaði játuðu þeir þar sem þeir voru dregnir fram í skýru ljósi,ásamt sérhverri hugsun,fyrirætlun,ánægju og óttakennd er þeim var í huga á þessum tíma. Þá voru aðrir er höfðu móttekið mútur eða höfðu auðgast við að kveða upp rangláta dóma sem einnig voru dregnir fram í dagsljósið úr minni þeirra, allt rifjað upp í smáatriðum allt frá hinum fyrstu til hinna seinustu embættisára þeirra. Sérhvert atriði sem tók til hvað hversu mikið þeir hefðu móttekið og einnig tímann og hugarástandið og fyrirætlanir var framkallað fyrir hugskotssjónum þeirra skýrt og greinilega,fjöldi þessara yfirsjóna nam mörg hundruðum.Þetta var gert gagnvart nokkrum fjölda einstaklinga og undarlegasta var að í sumum tilfellum voru minnisbækur þeirra ,þar sem þeir höfðu ritað þessa hluti niður,opnaðar og lesið úr þeim fyrir þá blaðsíðu fyrir blaðsíðu. Aðrir sem höfðu tælt ungmeyjar til hneykslunarverka eða höfðu svívirt sakleysið voru einnig kallaðir til samskonar ábyrgðar,og einstök atriði glæpa þeirra voru dregin frammúr minni þeirra og skoðuð. Sjálfar andlitsmyndir ungmeyjanna og kvennanna voru sýndar eins og þær væru viðstaddar og staðir,orð og áform,það jafn óvænt og skyndilega eins og um vofur væri að ræða. Þessar birtingar vörðu stundum í margar klukkustundir. Þarna var einn sem hafði gert sér að leik að bera út óhróður um aðra, ég heyrði óhróðurssögur hans endurteknar í röð svo og hvert orð ærumeiðinga hans og um hvern og í nærveru hverra þær hefðu verið sagðar, allt þetta var framsett og sýnt á lifandi hátt, þótt hann hefði leynt öllu á meðan hann lifði í heiminum. Þá var einn er hafði svift ættingja sinn arfi hans með sviksamlegum hætti, hann var með sama hætti sakfelldur og dæmdur, það undarlega var að öll skjöl og bréf sem farið höfðu á milli þeirra voru lesin í minni áheyrn og það jafnframt sagt að ekki eitt einasta orð vantaði. Sami aðili hafði einnig byrlað nágranna sínum eitur á laun, þetta var leitt í ljós á eftirfarandi hátt. Hann sást vera að grafa gryfju undir fótum sér, en þar reis upp maður eins og úr gröf sinni og æpt,i hvað hefur þú gjört mér. Síðan var sýnt mér hvernig eiturmorðinginn hafði talað við hann á vinsamlegum nótum og hafði rétt honum eiturbikarinn, einnig hvað hann hafði hugsað áður og síðan hvað hafði skeð á eftir. Þegar allt hafði verið opinberað þá var hann dæmdur til að fara í víti. Í einu orði sagt, sérhverjum illum anda er gerð fullkomlega opinská öll hans illska,fólskuverk,rán,bellibrögð og blekkingar, þetta er kallað fram úr hans eigin minni og sekt hans þannig fullkomlega sönnuð, enda er enginn grundvöllur fyrir mótbárum,þar sem allar kringumstæður eru leiddar í ljós samhliða. Ennfremur hefi ég orðið þess áskynja úr minni aðila nokkurs þegar það var skoðað og rannsakað af englum , hverjar hugsanir hans hefðu verið í heilan mánuð,hvern dag eftir annan og þetta án minnsta fráviks og hugsanirnar voru endurvaktar nákvæmlega eins og þær höfðu vaknað upp dag frá degi. Af þessum dæmum er auðið að fá sönnun þess að maðurinn tekur með sér minni sitt í heild og ekkert verður svo dulið í heiminum að það verði ekki opinbert eftir dauðann, en það gerist í viðurvist margra svo sem segir í orðum Drottins: Ekkert er það hulið er ekki verður opinbert,né leynt, er ekki verður kunnugt. Því mun allt er þér hafið talað í myrkrinu,heyrast í birtunni,og það sem þér hafið hvíslað í herbergjunum,það mun kunngjört verða á þökum uppi. ( Lúkas 12:2,3.) Tilvitnun lýkur. Þeir sem framkæma góðverk í lífi sínu munu fá þau metin af englum eða guði og fá sér til betrumbóta í endanlegu uppgjöri eftir andlátið,allt mun uppgjört verða bæði illt og gott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)